Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:01 Sorptunnur verða ekki tæmdar á meðan ótímabundið verkfall Eflingarfólks stendur yfir. Vísir/Vilhelm Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni. Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni.
Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira