Týnd börn, dularfull dauðsföll og dómsdagsspá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 18:18 Lori Daybell. Lögregla á KAUAI Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp. Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp.
Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira