Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 23. febrúar 2020 15:45 Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku. Vísir/vilhelm Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47