Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 23. febrúar 2020 15:45 Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku. Vísir/vilhelm Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47