Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Sylvía Hall skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd. Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd.
Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36
SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00
Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00