Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Ísak Hallmundarson skrifar 23. febrúar 2020 23:10 Pavel Ermolinski. Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. „Það var kannski fyrst og fremst frábær varnarleikur, við vorum mjög vel undirbúnir og svo voru líka einstakir leikmenn sem stóðu sig mjög vel. Tryggvi var auðvitað ótrúlegur bæði í vörn og sókn og Arnar fyllti upp í það skarð sem vantaði stigalega og hann og Kári skoruðu fullt af stigum og þetta var bara eftir bókinni,‘‘ sagði Pavel Ermolinskij við Vísi eftir leik um hvað það hefði verið sem skilaði sigrinum. Það var komið meira en hálft ár síðan Pavel spilaði síðast landsleik. Hann segir upplifunina alltaf jafna skemmtilega: „Þetta er náttúrulega geggjað, einstök tilfinning. Það er alltaf svo þægileg og góð stemmning og alltaf svo gaman að mæta og sjá turnanna og risanna í hinum liðunum og öll nöfnin og allt þetta. Eini sénsinn er að þjappa þér saman við liðsfélaganna og það er alltaf svo æðisleg tilfinning að vera hluti af svona hóp sem er eiginlega alltaf í einhverri svona Davíð á móti Golíat stemmningu, maður upplifir þetta ekki annarsstaðar, þetta er alltaf sérstakt.‘‘ Pavel var sáttur með framlag allra í liðinu: „Í fyrsta lagi skiluðu allir sínu hlutverki hvar sem það er, það er alltaf mismunandi, og sumir jafnvel skiluðu meira en var kallað eftir kannski, Tommi kemur inn á og hirðir einhver 40 sóknarfráköst, Óli spilar frábæra vörn og Kári setur stig. Við reiðum mikið á Tryggva og við erum ekki að biðja hann um að spila alltaf eins og hann gerði í kvöld, en hann gerði það og við fögnum því. Það voru allir bara til fyrirmyndar,‘‘ sagði Pavel sáttur. Spurður út í möguleika Íslands á að komast áfram upp úr riðlinum sagði Pavel það velta á stemmningunni og andanum í liðinu: „Við munum eiga slæma daga líka og þá munum við tapa vegna þess að við höfum ekki þessa líkamlegu getu sem þessi lið hafa. Á meðan þessi andi sem er búinn að vera hérna síðustu ár, á meðan það eru nýjir leikmenn að koma inn og geta tekið þátt í því og fundið sér hlutverk körfuboltalega og haldið þessari stemmningu og anda gangandi þá heldur maður áfram og við erum alltaf í séns.‘‘ Næsti leikur Íslands er í nóvember á móti Lúxemborg í Laugardalshöllinni.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45