Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:15 Lögregla stendur vörð um Costa Adeje Palace-hótelið í dag. Enginn kemst inn eða út. Vísir/Lóa Pind Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. Sérstökum ráðleggingum eða takmörkunum verður ekki beint til annarra á Tenerife. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónaveiru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að staðan sé sú að eitt tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á Tenerife. Íslendingum sem verið hafa á áðurnefndu hóteli sé ráðlagt að sæta fjórtán daga sóttkví. Þetta eru sömu leiðbeiningar og beint hefur verið til farþega frá fjórum héröðum á Norður-Ítalíu, sem og Kína. Þórólfur segir jafnframt mikilvægt að fólk láti skoða sig, finni það fyrir einkennum veirunnar. Leiðbeiningar þess efnis er að finna á vef sóttvarnalæknis og hefur embættið hamrað á þeim í tengslum við fregnir af veirusmitum. Engum takmörkunum eða sérstökum ráðleggingum verður beint til annarra á Tenerife að svo stöddu. Þórólfur segir þó að það gæti breyst ef fleiri tilfelli koma upp á eyjunni. Mælst er til þess að Íslendingar á Tenerife tilkynni sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins svo að hægt sé að fá skýrari mynd af stöðu mála. Tvær flugvélar frá Tenerife eru á áætlun til Keflavíkur í dag, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld. Mikill viðbúnaður er við hótelið á Tenerife, lögregla stendur vörð fyrir utan og enginn kemst þar inn eða út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. Sérstökum ráðleggingum eða takmörkunum verður ekki beint til annarra á Tenerife. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónaveiru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að staðan sé sú að eitt tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á Tenerife. Íslendingum sem verið hafa á áðurnefndu hóteli sé ráðlagt að sæta fjórtán daga sóttkví. Þetta eru sömu leiðbeiningar og beint hefur verið til farþega frá fjórum héröðum á Norður-Ítalíu, sem og Kína. Þórólfur segir jafnframt mikilvægt að fólk láti skoða sig, finni það fyrir einkennum veirunnar. Leiðbeiningar þess efnis er að finna á vef sóttvarnalæknis og hefur embættið hamrað á þeim í tengslum við fregnir af veirusmitum. Engum takmörkunum eða sérstökum ráðleggingum verður beint til annarra á Tenerife að svo stöddu. Þórólfur segir þó að það gæti breyst ef fleiri tilfelli koma upp á eyjunni. Mælst er til þess að Íslendingar á Tenerife tilkynni sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins svo að hægt sé að fá skýrari mynd af stöðu mála. Tvær flugvélar frá Tenerife eru á áætlun til Keflavíkur í dag, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld. Mikill viðbúnaður er við hótelið á Tenerife, lögregla stendur vörð fyrir utan og enginn kemst þar inn eða út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14