Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 11:45 Anna Sigrún Baldursdóttir fyrir utan hótelið umrædda. Anna Sigrún/Lóa Pind Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir traustvekjandi að fylgjast með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda á Tenerife vegna gruns um kórónaveiru-smit á eyjunni. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar eru fastagestir á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, er stödd á Tenerife ásamt maka sínum. Í morgun fór hún út að hlaupa og villtist af leið. Hún endaði hjá hótelinu umrædda sem er í sóttkví og tók þar nokkrar myndir. Þar mátti sjá lögreglubíla og rútur sem höfðu umkringt hótelinnganginn. Fjölmiðlar eru áberandi á svæðinu. Greinilegt sé að viðbúnaður er mikill vegna smitsins. Frá aðgerðum lögreglu við hótelið.Vísir/Lóa Pind „Ég sá þarna fólk í hótelgarðinum sem reyndi að fara úr honum,“ segir Anna en gestirnir komust hvergi vegna lögreglumanna. „Þetta er eins og að horfa upp á hernaðarviðbragð að fylgjast með þessu,“ segir Anna. Hún bar þessi viðbrögð undir yfirmann smitvarna á Landspítalanum sem tjáði henni að viðbrögð yfirvalda á Tenerife væru mjög afgerandi og kórrétt. Anna segist í kjölfarið hafa farið út í búð og keypt handspritt og aðrar vörur til að forðast líkur á smiti. Á viku eftir á Tene Hún á viku eftir af dvöl sinni á Tenerife en segist ekki hafa hugað alvarlega að snemmbúinni heimför, þó það hafi flogið í gegnum huga hennar í morgun. „Við sjáum hvernig málin þróast,“ segir Anna í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta vera traustvekjandi aðgerðir. Ég myndi auðvitað ekki vilja vera í hópi þeirra sem eru í sóttkví á hótelinu. En viðbrögðin eru mjög afgerandi. Það er eina leiðin til að hemja þetta,“ segir Anna. Hún tekur fram að mikill sandstormur hafi verið á sunnudag og því fólk meira á ferðinni í gær en vanalega. „Það er kannski aðeins áhyggjuefni,“ segir Anna. Grunur um smitið kom upp seint í gærkvöldi en Anna segir að brugðist hafi verið við fljótt og örugglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira