Fótbolti

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Hvort ætti ég að leggja upp þrjú eða skora þrjú í kvöld?“
„Hvort ætti ég að leggja upp þrjú eða skora þrjú í kvöld?“ Vísir/Getty

Tveir leikir eru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hér að neðan má finna byrjunarlið kvöldsins hjá Chelsea, Bayern München, Barcelona og Napoli.

Chelsea - Bayern München

Frank Lampard gerir engar breytingar á sínu liði fyrir leik kvöldsins eftir 2-1 sigur á Tottenham Hotspur um helgina. Markamaskínan Robert Lewandowski er að sjálfsögðu í fremstu línu hjá Bayern en brasilíski leikstjórnandinn Philippe Coutinho situr sem fastast á varamannabekknum.

Napoli - Barcelona

Kalidou Koulibaly missir af leiknum vegna meiðsla en hann snéri til baka í byrjun febrúar eftir að hafa verið frá í 2 mánuði vegna meiðsla á læri. Hins vegar virðist sem meiðslin séu enn að hrjá hann og hefur Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, ákveðið að hvíla hann í 7-10 daga. Það veikir vörn Napoli töluvert í leik þar sem reikna má með að þeir verði töluvert minna með boltann.

Hjá Börsungum er óvíst hvar Arturo Vidal spilar en honum er stillt upp á vinstir vængnum í 4-3-3 leikkerfi til að byrja með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×