"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar Baldursson hjálpaði Bologna liðinu að ná í stig. Skjámynd/Youtube-síða Bologna Fc 1909 Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast