Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 13:18 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. Vísir/Sigurjón Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30