Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Úr handboltaleik hjá Herði. mynd/facebook-síða harðar Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49