Atvinnulífið á handbremsunni í vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira