Fótbolti

Mestar líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola vann síðast Miestaradeildarbikarinn árið 2011.
Pep Guardiola vann síðast Miestaradeildarbikarinn árið 2011. Getty/Clive Mason

Fyrri leikir sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar eru nú að baki og tölfræðingarnir á FiveThirtyEight hafa nú reiknað úr sigurlíkur allra liðanna sextán.

Manchester City var eina enska liðið sem vann sinn leik en liðið sótti 2-1 sigur á Real Madrid á sjálfan Santiago Bernabéu í gærkvöldi. Liverpool, Tottenham og Chelsea töpuðu aftur á móti sínum leikjum.

Paris Saint Germain tapaði á útivelli á móti Dortmund, Juventus tapaði á útivelli á móti franska liðinu Lyon og Barcelona náði bara 1-1 jafntefli á útivelli á móti ítalska liðinu Napoli.



Tölfræðingarnir á FiveThirtyEight hafa nú skilað af sér sigurlíkum allra liðanna í Meistaradeildinni í ár. Sigurstranglegasta liðið er nú Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City. Það er nú eða aldrei fyrir City liðið því við tekur síðan tveggja ára bann frá Evrópukeppnum.

Það eru núna 27 prósent líkur á því að Manchester City fari alla leið og vinni titilinn og líklegast er að enska liðið mætir þýska liðinu Bayern München í úrslitaleiknum. Sigurlíkur Bayern eru ekki langt á eftir eða 24 prósent.

Samkvæmt útreikningunum verða Liverpool og Barcelona andræðingar City og Bayern í undanúrslitum keppninnar. Það eru núna 13 prósent líkur á því að Liverpool vinni Meistaradeildina og 11 prósent líkur á því að Lionel Messi og félagar í Barcelona fagni sigri í Meistaradeildinni.

Samkvæmt þessari spá verða liðin í átta liða úrslitnum í ár eftirtalin: Bayern München, Atalanta, Manchester City, RB Leipzig, Barcelona, Dortmund, Liverpool og Lyon.

Hér fyrir neðan má sjá líkurnar frá FiveThirtyEight.

Líkur á liðin komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar:

>99% Bayern München

96% Atalanta

90% Manchester City

89% RB Leipzig

86% Barcelona

55% Dortmund

54% Liverpool

54% Lyon

46% Juventus

46% Atletico Madrid

45% Paris Saint Germain

14% Napoli

11% Tottenham

10% Real Madrid

4% Valencia

<1% Chelsea

Líkur á að liðin vinni Meistaradeildina:

27% Manchester City

24% Bayern München

13% Liverpool

11% Barcelona

8% RB Leipzig

5% Paris Saint Germain

4% Dortmund

3% Atalanta

2% Atletico Madrid

2% Juventus

2% Real Madrid

<1% Napoli

<1% Lyon

<1% Tottenham

<1% Chelsea

<1% Valencia




Fleiri fréttir

Sjá meira


×