27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Eiður Smári Guðjohsen og Adrian Mutu. Samsett/Getty Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00