Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 14:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt skiptinguna fyrir ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira