Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:42 Skipun stýrihópsins var ákveðin á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ Í hópnum eiga sæti sjö ráðuneytisstjórar. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Þar segir að það falli í skaut ráðuneytisstjóranna sjö að vega og meta hver samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda ættu að vera hverju sinni, í samræmi við það hvernig útbreiðslu kórónaveirunnar vindur fram. Áhrif útbreiðslunnar hafi þegar orðið nokkur, sem birtist m.a. í lækkun hlutabréfa í kauphöllum og samdrætti í ferðaþjónustu. „Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála og leggja áherslu á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Þar eru ráðuneytisstjórarnir jafnframt taldir upp og má sjá lista þeirra hér að neðan. Næsti upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar fer fram klukkan 15:30 í dag, en það er þriðji blaðamannafundurinn sem almannavarnir boða til á jafn mörgum dögum. Vísir verður með beina vefútsendingu eins og af fyrri fundum. Á fundinum í dag mun Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, kynna í stuttu máli aðgerðir og viðbúnað spítalans í tengslum við COVID-19. Jafnframt mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og þá stöðu sem blasir við vegna nýju kórónaveirunnar. Fyrrnefndir ráðuneytisstjórar sem mynda stýrihópinn eru eftirfarandi: Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytis, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent