25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2020 10:00 Ísland hefur aldrei stillt upp eldra liði en í leiknum út í Albaníu í september. Hér fagna strákarnir öðru marka íslenska liðsins í leiknum. EPA-EFE/MALTON DIBRA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00