Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. febrúar 2020 11:00 Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. Vísir/Hestalífið „Þetta er stórkostlega gaman. Gaman að skipta um umhverfi og fara að hugsa um dýr. Mér finnast það alger forréttindi,“ segir handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson en hann byrjaði nýlega aftur í hestamennsku eftir 40 ára hlé. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Guðmund á handboltavöllinn og í hesthúsið, í fyrsta þætti af Hestalífið.Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Samsvörun á milli hests og handboltaleikmanns „Við fengum ekki drauminn uppfylltan að komast í forkeppni Ólympíuleikanna, því miður, það vantaði lítið upp á. Svona eru íþróttir. Það gengur ekki alltaf allt upp.“ Nýafstaðið Evrópumót í handbolta karla skilaði ekki því sem Guðmundur vænti. Afrekalisti hans er langur, hann hefur tekið þátt í 24 stórmótum sem leikmaður og þjálfari, sex sinnum farið á Ólympíuleika og 18 sinnum á Heimsmeistara- og Evrópumót. Í starfi sínu reynir hann að ná því besta úr hverjum liðsmanni, en þjálfun leikmannanna þarf að vera úthugsuð, skipulögð, uppbyggileg og jákvæð. Vinnan nýtist Guðmundi í áhugamálinu og hann sér reyndar samsvörun milli þjálfunar reiðhests og handboltamanns. „Sem þjálfari, hvort sem ég er að þjálfa leikmenn hérna eða eitt stykki hest að þá þarf maður að vera samkvæmur sjálfum sér. Maður þarf að vera heiðarlegur og maður þarf líka að byggja upp traust. Ég þarf að byggja upp traust gagnvart þeim þannig að ég nái til þeirra og þeir hafi trú á því sem ég er að gera og alveg sama með hestinn, hann þarf að ná að treysta þér og átta sig á því hvað þú ert að biðja hann um. Það þarf að huga að alls konar æfingum, liðleika og gera þá hæfari til að hreyfa sig eðlilega. Nákvæmlega sama erum við að gera hér, við erum með fullt af alls konar liðleika æfingum til þess að virkja litla vöðva í líkamanum og ég veit að það þurfa toppknapar að gera líka með sína hesta.“ Guðmundur er viðmælandi í fyrsta þætti af mannlífsþættinum Hestalífið.Vísir/Hestalífið Knapinn þarf að hlusta vel Guðmundur segir að það megi líkja hestinum við íþróttamann, en samskiptin eru þó ólík. „Það þarf að segja honum töluvert mikið til og það er auðvitað þannig hérna líka. En auðvitað er munurinn svolítið sá að hesturinn getur ekki tjáð sig, en þeir geta tjáð sig, og þá þarf að mínu mati knapinn að hlusta rosalega vel á eða reyna að átta sig á hvernig hesturinn er að virka og hvað er að plaga hann í einhverjum tilvikum. Það þarf ofboðslega næmni, en að mínu mati þarf líka mikla næmni í þetta starf hér.“ Margir segja að hestamennska sé ekki íþrótt, menn sitji bara ofan á hestinum og hann geri þetta sjálfur. Guðmundur segir að þetta sé stórkostlegur misskilningur. „Það þarf að vera gott samband milli hests og manns, auðvitað þarf hesturinn að búa yfir ákveðnum eiginleikum, en hann gerir ekkert einn og sér. Þetta fer eftir ábendingum og á bak við hverja sýningu, er gríðarleg vinna. Þrotlaus vinna.“ Guðmundur ætlar sér að verða „frambærilegur reiðmaður“ og er bara rétt að byrja en nú þegar búinn að læra margt. „Og svo getur maður alltaf bætt við, ég er bara rétt að byrja og ég veit alveg hvað atvinnuknapar og alvöru knapar eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu. Ég skil það, ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt.“ Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í þessari viku og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Handbolti Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
„Þetta er stórkostlega gaman. Gaman að skipta um umhverfi og fara að hugsa um dýr. Mér finnast það alger forréttindi,“ segir handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson en hann byrjaði nýlega aftur í hestamennsku eftir 40 ára hlé. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Guðmund á handboltavöllinn og í hesthúsið, í fyrsta þætti af Hestalífið.Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Samsvörun á milli hests og handboltaleikmanns „Við fengum ekki drauminn uppfylltan að komast í forkeppni Ólympíuleikanna, því miður, það vantaði lítið upp á. Svona eru íþróttir. Það gengur ekki alltaf allt upp.“ Nýafstaðið Evrópumót í handbolta karla skilaði ekki því sem Guðmundur vænti. Afrekalisti hans er langur, hann hefur tekið þátt í 24 stórmótum sem leikmaður og þjálfari, sex sinnum farið á Ólympíuleika og 18 sinnum á Heimsmeistara- og Evrópumót. Í starfi sínu reynir hann að ná því besta úr hverjum liðsmanni, en þjálfun leikmannanna þarf að vera úthugsuð, skipulögð, uppbyggileg og jákvæð. Vinnan nýtist Guðmundi í áhugamálinu og hann sér reyndar samsvörun milli þjálfunar reiðhests og handboltamanns. „Sem þjálfari, hvort sem ég er að þjálfa leikmenn hérna eða eitt stykki hest að þá þarf maður að vera samkvæmur sjálfum sér. Maður þarf að vera heiðarlegur og maður þarf líka að byggja upp traust. Ég þarf að byggja upp traust gagnvart þeim þannig að ég nái til þeirra og þeir hafi trú á því sem ég er að gera og alveg sama með hestinn, hann þarf að ná að treysta þér og átta sig á því hvað þú ert að biðja hann um. Það þarf að huga að alls konar æfingum, liðleika og gera þá hæfari til að hreyfa sig eðlilega. Nákvæmlega sama erum við að gera hér, við erum með fullt af alls konar liðleika æfingum til þess að virkja litla vöðva í líkamanum og ég veit að það þurfa toppknapar að gera líka með sína hesta.“ Guðmundur er viðmælandi í fyrsta þætti af mannlífsþættinum Hestalífið.Vísir/Hestalífið Knapinn þarf að hlusta vel Guðmundur segir að það megi líkja hestinum við íþróttamann, en samskiptin eru þó ólík. „Það þarf að segja honum töluvert mikið til og það er auðvitað þannig hérna líka. En auðvitað er munurinn svolítið sá að hesturinn getur ekki tjáð sig, en þeir geta tjáð sig, og þá þarf að mínu mati knapinn að hlusta rosalega vel á eða reyna að átta sig á hvernig hesturinn er að virka og hvað er að plaga hann í einhverjum tilvikum. Það þarf ofboðslega næmni, en að mínu mati þarf líka mikla næmni í þetta starf hér.“ Margir segja að hestamennska sé ekki íþrótt, menn sitji bara ofan á hestinum og hann geri þetta sjálfur. Guðmundur segir að þetta sé stórkostlegur misskilningur. „Það þarf að vera gott samband milli hests og manns, auðvitað þarf hesturinn að búa yfir ákveðnum eiginleikum, en hann gerir ekkert einn og sér. Þetta fer eftir ábendingum og á bak við hverja sýningu, er gríðarleg vinna. Þrotlaus vinna.“ Guðmundur ætlar sér að verða „frambærilegur reiðmaður“ og er bara rétt að byrja en nú þegar búinn að læra margt. „Og svo getur maður alltaf bætt við, ég er bara rétt að byrja og ég veit alveg hvað atvinnuknapar og alvöru knapar eru búnir að leggja á sig gríðarlega vinnu. Ég skil það, ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt.“ Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í þessari viku og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Handbolti Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00