Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum.
Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo.
Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur.
Rory McIlroy has returned to the world number one spot for the first time in five years.
— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020
More here https://t.co/Dtkbg4g8UK#bbcgolfpic.twitter.com/I9DpRtRMHm
Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig.
Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo.
Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn.