Rory McIlroy aftur kominn upp í toppsæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:00 Rory McIlroy er besti kylfingur heims í dag. Getty/Ben Jared Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo. Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur. Rory McIlroy has returned to the world number one spot for the first time in five years. More here https://t.co/Dtkbg4g8UK#bbcgolfpic.twitter.com/I9DpRtRMHm— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig. Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo. Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður Írinn Rory McIlroy er besti golfari heims í dag samkvæmt heimslistanum en hann tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Brooks Koepka á nýjasta listanum. Aðeins þrír kylfingar hafa setið lengur í efsta sæti heimslistans í sögunni en það eru þeir Tiger Woods, Greg Norman og Nick Faldo. Rory McIlroy var þarna að komast á toppinn eftir fimm ára fjarveru en Norður Írinn er nú þrítugur. Rory McIlroy has returned to the world number one spot for the first time in five years. More here https://t.co/Dtkbg4g8UK#bbcgolfpic.twitter.com/I9DpRtRMHm— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Rory McIlroy komst reyndar í toppsætið án þess að spila um helgina. Síðustu tvö ár telja í flóknum stigaútreikningum og Brooks Koepka, sem tók ekki þátt heldur á Pebble Beach Pro-Am um helgina, missti dýrmæt stig. Rory McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en þetta verður han 96. vika í toppsæti heimslistans. Hann var þar síðast í september árið 2015. Tiger Woods (683 vikur), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) eru á undan honum en McIlroy þarf „bara“ tvær vikur í viðbót til að komast upp fyrir Faldo. Það munar samt mjög litlu á Rory McIlroy og Brooks Koepka sem munu báðir keppa á Genesis Invitational mótinu sem hefst í Kaliforníu á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira