Fyrirgefðu, Hlynur en við sváfum á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:00 Hlynur Bæringsson er hér búinn að taka eitt af þrjú þúsund fráköstum sínum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7) Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7)
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira