Enski boltinn

Þurfa að færa leikinn um Samfélagsskjöldinn af Wembley vegna EM kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska kvennalandsliðið í fótbolta vonast til að spila á Wembley á EM 2021. Til þess þurfa þær að komast í úrslitaleikinn en hann er sá eini í keppninni sem fer fram á þessum heimsfræga velli.
Enska kvennalandsliðið í fótbolta vonast til að spila á Wembley á EM 2021. Til þess þurfa þær að komast í úrslitaleikinn en hann er sá eini í keppninni sem fer fram á þessum heimsfræga velli. Getty/Catherine Ivill

Enska knattspyrnusambandið er að leita sér að nýjum leikvelli fyrir Samfélagsskjöldinn á næsta ári.

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer vanalega fram á Wembley leikvanginum en það gengur ekki upp haustið 2021.

Ástæðan er að Englendingar halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu frá 11. júlí til 1. ágúst 2021. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley sunnudaginn 1. ágúst eða sama dag og venjan er að leikurinn um Samfélagsskjöldinn fari fram.



Það verður mjög óvanalegt að spila þennan árlega leik ekki á Wembley en hann hefur farið þar fram undanfarin þrettán ár eða síðan að Wembley var endurbyggður. Reyndar með einni undantekningu.

Þegar London hýsti Ólympíuleikana árið 2012 þá var leikurinn um Samfélagsskjöldinn spilaður á Villa Park en þá mættust Manchester City og Chelsea.

Á meðan nýi Wembley var í byggingu þá fór árlegri góðgerðaleikurinn frá á Millennium leikvanginum í Cardiff í Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×