Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:20 Eins og staðan er nú tekur viðvörunin gildi klukkan 3 aðfararnótt föstudagsins og gildir til klukkan 21. Veðurstofan Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54