Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 18:30 Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi á föstudaginn Vísir/Vilhelm Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“ Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr vinsældum“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“
Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr vinsældum“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08