Giggs hefur áhyggjur af því að missa vonarstjörnu Liverpool í enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 14:30 Neco Williams kyssir Liverpool merkið eftir að hafa lagt upp sigurmarkið á móti Shrewsbury Town. Getty/John Powell Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira