Enginn Martin, Elvar eða Haukur Helgi í íslenska landsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Martin Hermannsson missir af landsleikjunum í febrúar. Getty/Harry Langer Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Körfubolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Körfubolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira