Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 15:57 Vísindamenn hafa vitað að athafnir manna vald hnattrænni hlýnun á jörðinni. Engu að síður fjölgar Íslendingum sem telja náttúrulegar orsakir fyrir hlýnuninni. Vísir/Getty Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum. Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Sjá meira
Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum.
Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Sjá meira
Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30