Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 20:13 Benedikt Guðmundsson og hans lið er einum sigri frá bikarmeistaratitli. mynd/stöð2sport „Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina! Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira