Bíll ferðamanna hafnaði utan vegar í blindbyl við Pétursey Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:39 Skyggni er afar slæmt á svæðinu líkt og sést í þessu skjáskoti úr myndbandinu. Skjáskot Ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Atvikið náðist á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni, en skyggni var afar slæmt á svæðinu og mjög hvasst. Gert er ráð fyrir ofsaveðri á Suðurlandi á morgun. Rauð viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi á svæðinu klukkan fimm, en örlítið síðar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðausturlandi. Nú er búið að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal en lögreglumaður sagði í samtali við Vísi nú á níunda tímanum að þegar væri brostinn á „glórulaus blindbylur“ á svæðinu. „Það sást ekki neitt“ Vísir náði tali af Stefáni Pétri Gunnarssyni leiðsögumanni á tíunda tímanum í kvöld en hann var á leið heim úr vinnunni ásamt félögum sínum um kvöldmatarleytið þegar bíllinn fyrir framan þá hafnaði utan vegar. Eins og sést í myndbandi af atvikinu, sem félagi Stefáns Péturs í aftursætinu tók upp á símann sinn, var skyggni afar slæmt, hvass vindur, mikill skafrenningur og dimmt. Ökumaður bílsins virðist missa sjónar af veginum og byrjar að sveigja út í kant, sem endar að lokum með því að bílnum er ekið út af. Þá virðist ökumaðurinn hafa áttað sig á því nokkru áður að hann væri í ógöngum því aðvörunarljós blikka á bílnum. „Það var ekkert ógeðslega mikið rok en snjórinn var rosalega þurr og léttur, þannig að það þurfti lítið til að hreyfa við honum. En á tímabili sáum við ekki á milli stikna og áttum erfitt með að sjá götuna. Þetta var alveg gerlegt fyrir þá sem eru vanir að keyra í vondu veðri en þú þarft að fara rosalega rólega og varlega,“ segir Stefán Pétur. „Bíllinn var bara fyrir framan okkur og allt í einu fór hann inn á hinn vegarhelminginn og tók svo vinkilbeygju út af. Þetta leit út eins og einbeittur brotavilji en það sem gerist er að hann sér ekki næstu stiku, það sást ekki neitt, og veit ekkert hvar vegurinn er – og keyrir bara út af. Sem betur fer var enginn bíll að koma á móti. Maður sá bílana sem komu á móti um tveimur sekúndum áður.“ Með halarófu á eftir sér Stefán Pétur segir að þeir félagar hafi aðstoðað fólkið, erlenda ferðamenn, en lítið náð að ræða við það. Hann vissi því ekki hvort það hefði verið meðvitað um veðurviðvaranirnar sem gefnar hafa verið út í aðdraganda óveðursins. Engan sakaði við óhappið. „Annar af félögum mínum tveimur sem var með mér fór inn í bílinn og keyrði hann aftur upp á veg. Og við sögðum þeim að fylgja ljósunum okkar og í gegnum mesta blindbylinn var halarófa á eftir okkur allan tímann, sem er bara vel. Síðan nokkrum mínútum síðar mættum við björgunarsveitinni þannig að þeir hafa verið komnir á ferðina, eitthvað að vasast, og líka halarófan á eftir þeim.“ Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum framan af kvöldi. Þær hafi komið til aðstoðar á Suðurlandi áður en þjóðveginum var lokað. Þá hafa björgunarsveitir á Vestfjörðum aðstoðað ökumenn bíla á Gemlufallsheiði. Á morgun er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll á Suðurlandi, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Atvikið náðist á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni, en skyggni var afar slæmt á svæðinu og mjög hvasst. Gert er ráð fyrir ofsaveðri á Suðurlandi á morgun. Rauð viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi á svæðinu klukkan fimm, en örlítið síðar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðausturlandi. Nú er búið að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal en lögreglumaður sagði í samtali við Vísi nú á níunda tímanum að þegar væri brostinn á „glórulaus blindbylur“ á svæðinu. „Það sást ekki neitt“ Vísir náði tali af Stefáni Pétri Gunnarssyni leiðsögumanni á tíunda tímanum í kvöld en hann var á leið heim úr vinnunni ásamt félögum sínum um kvöldmatarleytið þegar bíllinn fyrir framan þá hafnaði utan vegar. Eins og sést í myndbandi af atvikinu, sem félagi Stefáns Péturs í aftursætinu tók upp á símann sinn, var skyggni afar slæmt, hvass vindur, mikill skafrenningur og dimmt. Ökumaður bílsins virðist missa sjónar af veginum og byrjar að sveigja út í kant, sem endar að lokum með því að bílnum er ekið út af. Þá virðist ökumaðurinn hafa áttað sig á því nokkru áður að hann væri í ógöngum því aðvörunarljós blikka á bílnum. „Það var ekkert ógeðslega mikið rok en snjórinn var rosalega þurr og léttur, þannig að það þurfti lítið til að hreyfa við honum. En á tímabili sáum við ekki á milli stikna og áttum erfitt með að sjá götuna. Þetta var alveg gerlegt fyrir þá sem eru vanir að keyra í vondu veðri en þú þarft að fara rosalega rólega og varlega,“ segir Stefán Pétur. „Bíllinn var bara fyrir framan okkur og allt í einu fór hann inn á hinn vegarhelminginn og tók svo vinkilbeygju út af. Þetta leit út eins og einbeittur brotavilji en það sem gerist er að hann sér ekki næstu stiku, það sást ekki neitt, og veit ekkert hvar vegurinn er – og keyrir bara út af. Sem betur fer var enginn bíll að koma á móti. Maður sá bílana sem komu á móti um tveimur sekúndum áður.“ Með halarófu á eftir sér Stefán Pétur segir að þeir félagar hafi aðstoðað fólkið, erlenda ferðamenn, en lítið náð að ræða við það. Hann vissi því ekki hvort það hefði verið meðvitað um veðurviðvaranirnar sem gefnar hafa verið út í aðdraganda óveðursins. Engan sakaði við óhappið. „Annar af félögum mínum tveimur sem var með mér fór inn í bílinn og keyrði hann aftur upp á veg. Og við sögðum þeim að fylgja ljósunum okkar og í gegnum mesta blindbylinn var halarófa á eftir okkur allan tímann, sem er bara vel. Síðan nokkrum mínútum síðar mættum við björgunarsveitinni þannig að þeir hafa verið komnir á ferðina, eitthvað að vasast, og líka halarófan á eftir þeim.“ Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum framan af kvöldi. Þær hafi komið til aðstoðar á Suðurlandi áður en þjóðveginum var lokað. Þá hafa björgunarsveitir á Vestfjörðum aðstoðað ökumenn bíla á Gemlufallsheiði. Á morgun er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll á Suðurlandi, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55