Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:26 Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrir Skallagrími í bikarúrslitaleik á laugardaginn. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik