Segir að Klopp hafi apað eftir Guardiola til að búa til meistaralið hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 12:00 Það fer oftast vel á með þeim Jürgen Klopp og Pep Guardiola. Getty/ John Powell Sumir knattspyrnuspekingar halda því fram að Jürgen Klopp hafi farið gegn sínum eigin lögmálum til að geta komið Liverpool liðinu á toppinn. Klopp gagnrýndi fyrst kaupgleði kollega sinna í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur síðan keypt mjög dýra leikmenn á síðustu árum. Stuart Brennan, pistlahöfundur á Manchester Evening News hefur fjallað um Manchester City frá árinu 2009. Hann er á því að Jürgen Klopp hafi þurft að apa eftir Pep Guardiola til að búa til þetta meistaralið hjá Liverpool. Klopp only started winning when he adopted Pep's more honest approach, argues @StuBrennanMEN . #MCFC#LFChttps://t.co/nkMpIGoevZ— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 13, 2020 Fyrsta setninginn í pistlinum vekur sérstaka athygli. „Saga titilbaráttunnar á þessu tímabili hefur þegar verið skrifuð. Hið sögufræga Liverpool, með hefðirnar í fyrirrúmi, hefur haft betur gegn skítugu ólíupeningunum hjá hinu innantómu plastliði Manchester City,“ skrifar Stuart Brennan. Hann er ekki sammála þessari sýn sem hann telur að flestir hafi af einvígi liðanna. Stuart Brennan segir að fyrir aðeins þremur árum hafi Klopp gagnrýnt Manchester United fyrir að eyða 89 milljónum punda í Paul Poga. „Klopp lýsti þá yfir að hann myndi hætta í fótbolta ef hann þyrfti að eyða svona miklum peningi til að vinna,“ skrifaði Brennan. Nokkrum árum síðar þá var Klopp ánægður með að eyða mestu peningi sem enskt lið hafði áður eytt í einum glugga með því að kaupa þá Virgil Van Dijk, Fabinho, Naby Keita, Alisson, og Xherdan Shaqiri fyrir 240 milljónir punda. „Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum kaupum því þetta voru allt góð kaup sem hafa ekki aðeins aukið virði leikmannahópsins heldur hafa leikmennirnir sjálfir einnig hækkað í verði síðan þá,“ skrifaði Brennan. Thoughts on this? #LFC#MCFChttps://t.co/vKHVF92jfG— CaughtOffside (@caughtoffside) February 13, 2020 „Klopp kom vissulega hreint fram og viðurkenndi að hafa breytt um skoðun. Hann sagði: Það er betra að breyta um skoðun en að hafa enga skoðun. 100 milljónir punda var fáránleg upphæð en síðan hefur heimurinn breyst,“ hefur Brennan eftir Klopp. „Þetta var risastór breyting á hans hugsunarhætti og hún hefur hjálpað honum að breyta Liverpool úr liði í titilbaráttu í lið sem hefur unnið Meistaradeildina og er nánast öruggt með að vinna ensku deildina,“ skrifaði Brennan. „Guardiola setti aldrei fram svona göfugar forsendur. Hann hefur aldrei farið í felur með það að hann þarf bestu leikmennina til að spila þann tæknilega fótbolta sem hann elskar. Bestu leikmennirnir kosta pening,“ skrifar Brennan. „Manchester City hefur eytt miklum peningi undir stjórn Guardiola en síðan að Klopp tók þessa U-beygju þá er lítill munur á eyðslu þeirra tveggja. Liverpool hefur eytt um 236 milljónum punda á móti 244 milljónum hjá City. Sú staðreynd er viðurkenning á því að ef þú ætlar að verða bestur þá þarftu að eyða meiri peningi en hinir. Klopp og Guardiola eru bestu stjórarnir en núna syngja þeir sama sönginn,“ endar Brennan pistil sinn sem má sjá allan hér. Það verður seint hægt að gera lítið úr áhrifunum af kaupunum á miðverðinum Virgil van Dijk eða markverðinum Alisson Becker en Liverpool borgaði líka mikið fyrir Naby Keita. Þetta var hins vegar allt leikmenn sem voru keyptir sumarið 2018 eða í janúarglugganum 2019. Jürgen Klopp hefur verið það sáttur með hópinn sinn að hann hefur aðeins eytt samtals tæplega níu milljónum pundum í síðustu tveimur gluggum. Liverpool hefur selt leikmenn fyrir meira en fjórum sinnum hærri upphæð á sama tíma. Þar er ekki alveg hægt að segja sömu sögu af Manchester City sem keypti tvo 60 milljón punda leikmenn í haust. Sú kaup hafa ekki komið í veg fyrir að liðið er nú 22 stigum á eftir Liverpool í töflunni. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Sumir knattspyrnuspekingar halda því fram að Jürgen Klopp hafi farið gegn sínum eigin lögmálum til að geta komið Liverpool liðinu á toppinn. Klopp gagnrýndi fyrst kaupgleði kollega sinna í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur síðan keypt mjög dýra leikmenn á síðustu árum. Stuart Brennan, pistlahöfundur á Manchester Evening News hefur fjallað um Manchester City frá árinu 2009. Hann er á því að Jürgen Klopp hafi þurft að apa eftir Pep Guardiola til að búa til þetta meistaralið hjá Liverpool. Klopp only started winning when he adopted Pep's more honest approach, argues @StuBrennanMEN . #MCFC#LFChttps://t.co/nkMpIGoevZ— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 13, 2020 Fyrsta setninginn í pistlinum vekur sérstaka athygli. „Saga titilbaráttunnar á þessu tímabili hefur þegar verið skrifuð. Hið sögufræga Liverpool, með hefðirnar í fyrirrúmi, hefur haft betur gegn skítugu ólíupeningunum hjá hinu innantómu plastliði Manchester City,“ skrifar Stuart Brennan. Hann er ekki sammála þessari sýn sem hann telur að flestir hafi af einvígi liðanna. Stuart Brennan segir að fyrir aðeins þremur árum hafi Klopp gagnrýnt Manchester United fyrir að eyða 89 milljónum punda í Paul Poga. „Klopp lýsti þá yfir að hann myndi hætta í fótbolta ef hann þyrfti að eyða svona miklum peningi til að vinna,“ skrifaði Brennan. Nokkrum árum síðar þá var Klopp ánægður með að eyða mestu peningi sem enskt lið hafði áður eytt í einum glugga með því að kaupa þá Virgil Van Dijk, Fabinho, Naby Keita, Alisson, og Xherdan Shaqiri fyrir 240 milljónir punda. „Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum kaupum því þetta voru allt góð kaup sem hafa ekki aðeins aukið virði leikmannahópsins heldur hafa leikmennirnir sjálfir einnig hækkað í verði síðan þá,“ skrifaði Brennan. Thoughts on this? #LFC#MCFChttps://t.co/vKHVF92jfG— CaughtOffside (@caughtoffside) February 13, 2020 „Klopp kom vissulega hreint fram og viðurkenndi að hafa breytt um skoðun. Hann sagði: Það er betra að breyta um skoðun en að hafa enga skoðun. 100 milljónir punda var fáránleg upphæð en síðan hefur heimurinn breyst,“ hefur Brennan eftir Klopp. „Þetta var risastór breyting á hans hugsunarhætti og hún hefur hjálpað honum að breyta Liverpool úr liði í titilbaráttu í lið sem hefur unnið Meistaradeildina og er nánast öruggt með að vinna ensku deildina,“ skrifaði Brennan. „Guardiola setti aldrei fram svona göfugar forsendur. Hann hefur aldrei farið í felur með það að hann þarf bestu leikmennina til að spila þann tæknilega fótbolta sem hann elskar. Bestu leikmennirnir kosta pening,“ skrifar Brennan. „Manchester City hefur eytt miklum peningi undir stjórn Guardiola en síðan að Klopp tók þessa U-beygju þá er lítill munur á eyðslu þeirra tveggja. Liverpool hefur eytt um 236 milljónum punda á móti 244 milljónum hjá City. Sú staðreynd er viðurkenning á því að ef þú ætlar að verða bestur þá þarftu að eyða meiri peningi en hinir. Klopp og Guardiola eru bestu stjórarnir en núna syngja þeir sama sönginn,“ endar Brennan pistil sinn sem má sjá allan hér. Það verður seint hægt að gera lítið úr áhrifunum af kaupunum á miðverðinum Virgil van Dijk eða markverðinum Alisson Becker en Liverpool borgaði líka mikið fyrir Naby Keita. Þetta var hins vegar allt leikmenn sem voru keyptir sumarið 2018 eða í janúarglugganum 2019. Jürgen Klopp hefur verið það sáttur með hópinn sinn að hann hefur aðeins eytt samtals tæplega níu milljónum pundum í síðustu tveimur gluggum. Liverpool hefur selt leikmenn fyrir meira en fjórum sinnum hærri upphæð á sama tíma. Þar er ekki alveg hægt að segja sömu sögu af Manchester City sem keypti tvo 60 milljón punda leikmenn í haust. Sú kaup hafa ekki komið í veg fyrir að liðið er nú 22 stigum á eftir Liverpool í töflunni.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira