Enski boltinn

Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannibal Mejbri hefur eflaust átt erfitt með að sofna í gær.
Hannibal Mejbri hefur eflaust átt erfitt með að sofna í gær. getty/James Gill

Jamie Carragher gaf Hannibal Mejbri engan afslátt eftir að hann fékk á sig vítaspyrnu í leik Burnley og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Allt stefndi í að nýliðarnir myndu ná í stig gegn Englandsmeisturunum en í uppbótartíma fékk Hannibal boltann í höndina innan vítateigs og Michael Oliver, dómari leiksins, benti á punktinn. 

Mohamed Salah tók spyrnuna, skoraði af öryggi og sá þess til að Liverpool er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni.

„Burnley á þetta ekki skilið,“ sagði Carragher sem lýsti leiknum á Turf Moor á Sky Sports. Hann sagði að Hannibal hefði verið heiladaður að rétta höndina út.

„Þetta var augnabliks brjálæði! Hvað er hann að gera?“ spurði Carragher.

Burnley hefur nú fengið á sig sigurmark úr víti í uppbótartíma í síðustu tveimur deildarleikjum sínum, gegn Manchester United og Liverpool.

Nýliðarnir eru með þrjú stig í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Víti í blálokin dugði Liverpool

Mohamed Salah tryggði Liverpool óhemju sætan sigur gegn nýliðum Burnley í dag, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á síðustu stundu. Niðurstaðan 1-0 útisigur Englandsmeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×