Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 12:19 Stórt sár er í þaki fjölbýlishússins. Vísir/jkj Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02