Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 23:34 Veðurofsinn við höfnina í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30