Búin að missa allt traust á þjónustu við fatlaða dóttur sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis. Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem býr á sambýli í Garðabæ gagnrýnir sveitarfélagið fyrir skeytingaleysi í garð dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hafa beðið í næstum tíu ár eftir að komast í íbúðakjarna fyrir fatlaða sé hún enn á biðlista. Þá hafi engin viðbrögð komið þaðan eftir að hún gleymdist í tvígang út í bæ. Katrín Selby býr í London ásamt eiginmanni sínum en dóttir þeirra hefur frá árinu 2006 verið á sambýli fyrir fatlaða einstaklinga á Sigurhæð í Garðabæ. Katrín segir að fyrir næstum áratug hafi þau sótt um fyrir dóttur þeirra í íbúðakjarna fyrir fatlaða. „Ég byrjaði að sækja um á bilinu 2009-2010 í Garðabæ og hef aðeins fengið þau svör þaðan allan tímann að hún sé á biðlista. Samkvæmt lögum þá á það svar ekki að gilda. Þá hefur gengið mjög illa að fá svör frá sveitarfélaginu,“ segir Katrín. Katrín segir að í lögum um fatlaða komi m.a. fram að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Hún segist svo hafa misst allt traust sitt á þjónustunni við dóttur sína eftir hún gleymdist í tvígang út í bæ. „Það hafa nýlega komið upp tvö atvik þar sem dóttir mín var skilin eftir á stöðum út í bæ í yfir klukkustund þar sem hún átti að vera sótt. Í fyrra skiptið gleymdist að ná í hana og í síðara skiptið var hún keyrð í tómstund á vitlausum degi og skilin eftir í einn og hálfan tíma. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er búin að missa allt traust á þjónustunni,“ segir Katrín. Katrín telur að dóttir sín hafi verið í hættu. „Hún getur ekki tjáð sig og hún var ekki með neitt á sér hver hún er eða hvar hún á heima þannig að ég tel að þetta hafi verið mjög hættulegt,“ segir Katrín. Hún segir að bæði hún og faðir konunnar hafi án árangurs beðið Garðabæ um svör. „Við fáum engin svör frá Garðabæ þrátt fyrir að hafa bæði sent þangað tölvupósta. Mér finnst vera farið illa með fatlaða í dag og ég vona að stjórnmálamenn fari að taka þetta til sín að það verður að fara að hrista eitthvað upp í þessu kerfi,“ segir Katrín. Ekki náðist í bæjarstjóra Garðabæjar vegna málsins í dag sem er staddur erlendis.
Félagsmál Garðabær Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira