Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 20:30 Guðrún fagnaði vel og innilega í leikslok. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30