„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2020 21:15 Vösk sveit flugvirkjanema dvelur nú á Akureyri ásamt kennurum. Vísir/Tryggvi Páll Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“ Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“
Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37
Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30
Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58