Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Sigrún Sjöfn, fyrirliði Skallagríms, var meðal leikmanna sem teknar voru í lyfjapróf. Vísir/Daníel Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma. Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma.
Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum