Rödd Elton John gaf sig á miðjum tónleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 16:04 Elton John lagði sig allann fram í Auckland. Getty/Dave Simpson Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland. Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland.
Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira