Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 09:56 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. Samþykki félagsmenn verkfallsboðunina munu víðtækar aðgerðir allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna hefjast 9. mars næstkomandi og standa þar til samningar hafa náðst. Verkfall félagsmanna BSRB, ef af því verður, mun m.a. ná til starfsfólks á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustunni, skólum, leikskólum og frístundaheimilum. Einnig starfsmanna í sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólks sem sinnir þjónustu við aldraða. Boðaðar aðgerðir verða tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum sem munu að óbreyttu lama stóran hluta almannaþjónustunnar þessa daga. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness, sem þýðir að frístundaheimilin verða lokuð frá 9. mars. Samkvæmt þeirri áætlun sem félagsmenn munu nú greiða atkvæði um munu þessar aðgerðir halda áfram samkvæmt áætlun fram í dymbilviku. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna hjá ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Alls munu félagar í 17 aðildarfélögum BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðunina. Niðurstöðurnar verða kynntar fimmtudaginn 20. febrúar. Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í á ellefta mánuð. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00 Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. Samþykki félagsmenn verkfallsboðunina munu víðtækar aðgerðir allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna hefjast 9. mars næstkomandi og standa þar til samningar hafa náðst. Verkfall félagsmanna BSRB, ef af því verður, mun m.a. ná til starfsfólks á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustunni, skólum, leikskólum og frístundaheimilum. Einnig starfsmanna í sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólks sem sinnir þjónustu við aldraða. Boðaðar aðgerðir verða tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum sem munu að óbreyttu lama stóran hluta almannaþjónustunnar þessa daga. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness, sem þýðir að frístundaheimilin verða lokuð frá 9. mars. Samkvæmt þeirri áætlun sem félagsmenn munu nú greiða atkvæði um munu þessar aðgerðir halda áfram samkvæmt áætlun fram í dymbilviku. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna hjá ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Alls munu félagar í 17 aðildarfélögum BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðunina. Niðurstöðurnar verða kynntar fimmtudaginn 20. febrúar. Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í á ellefta mánuð. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00 Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00
Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. 16. febrúar 2020 19:00
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01