Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 16:30 Dembele í leiknum gegn Dortmund í nóvember. Vísir/Getty Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. Þá er Luis Suarez einnig á meiðslalistanum hjá Barcelona og framlína liðsins því þunnskipuð. LaLiga gives Barcelona permission to sign a replacement for the injured Ousmane Dembele, reports @mundodeportivopic.twitter.com/cCTvmo24CA— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Þetta kom fram á spænska miðlinum Mundo Deportivo. Talið er að hinn ungi Ousmane Dembele verði frá í allt að sex mánuði eftir að hafa meiðst á hægra læri í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þann 27. nóvember. Fór hann í aðgerð nýverið vegna meiðslanna en aðeins eru rúm tvö ár síðan Dembele fór í samskonar aðgerð á vinstra læri. Í 2-1 sigri liðsins á Getafe á laugardaginn var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði Börsunga. Lék hann 85 mínútur en Arturo Vidal kom inn í hans stað undir lok leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi á eftir Real Madrid sem situr á toppnum með 53 stig þegar 24 umferðum er lokið. Liðin mætast svo í hinum margrómaða El Clásico þann 1. mars. Urmull framherja var orðaður við Börsunga á meðan glugginn var opinn í janúar en enginn gekk til liðs við félagið. Eins og stðaan er í dag er talið líklegast Willian Jose, leikmaður Real Sociedad, gangi til liðs við Barcelona en þessi 28 ára framherji hefur skorað átta mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Barcelona mætir Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar næstkomandi. Fyrri leikur liðanna fer fram á Ítalíu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. Þá er Luis Suarez einnig á meiðslalistanum hjá Barcelona og framlína liðsins því þunnskipuð. LaLiga gives Barcelona permission to sign a replacement for the injured Ousmane Dembele, reports @mundodeportivopic.twitter.com/cCTvmo24CA— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Þetta kom fram á spænska miðlinum Mundo Deportivo. Talið er að hinn ungi Ousmane Dembele verði frá í allt að sex mánuði eftir að hafa meiðst á hægra læri í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þann 27. nóvember. Fór hann í aðgerð nýverið vegna meiðslanna en aðeins eru rúm tvö ár síðan Dembele fór í samskonar aðgerð á vinstra læri. Í 2-1 sigri liðsins á Getafe á laugardaginn var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði Börsunga. Lék hann 85 mínútur en Arturo Vidal kom inn í hans stað undir lok leiks. Barcelona er sem stendur í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi á eftir Real Madrid sem situr á toppnum með 53 stig þegar 24 umferðum er lokið. Liðin mætast svo í hinum margrómaða El Clásico þann 1. mars. Urmull framherja var orðaður við Börsunga á meðan glugginn var opinn í janúar en enginn gekk til liðs við félagið. Eins og stðaan er í dag er talið líklegast Willian Jose, leikmaður Real Sociedad, gangi til liðs við Barcelona en þessi 28 ára framherji hefur skorað átta mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Barcelona mætir Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar næstkomandi. Fyrri leikur liðanna fer fram á Ítalíu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52