„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 12:42 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira