Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 14:08 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39