Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 17:20 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn. Vísir/Arnar H Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar á fund klukkan tíu í fyrramálið. Þetta herma heimildir fréttastofu en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skall á nú á miðnætti. Verkfallið hefur áhrif á áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar undanfarið og var samningafundi frestað fyrir viku síðan. Síðasti fundur deiluaðila fór fram þann 7. febrúar síðastliðinn. Í samtali við fréttastofu þá sagði Sólveig Anna formaður Eflingar að mikið bæri á milli deiluaðila en sagðist þó telja stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ sagði Sólveig Anna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ekki vera hægt að mæta öllum kröfum Eflingar. Með því færu viðræður við aðra aðila í uppnám enda myndi bilið milli háskólamenntaðra og ófaglærðra starfsmanna minnka umtalsvert. Í raun yrði enginn munur á launum þeirra hópa. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ sagði Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar á fund klukkan tíu í fyrramálið. Þetta herma heimildir fréttastofu en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skall á nú á miðnætti. Verkfallið hefur áhrif á áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar undanfarið og var samningafundi frestað fyrir viku síðan. Síðasti fundur deiluaðila fór fram þann 7. febrúar síðastliðinn. Í samtali við fréttastofu þá sagði Sólveig Anna formaður Eflingar að mikið bæri á milli deiluaðila en sagðist þó telja stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ sagði Sólveig Anna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ekki vera hægt að mæta öllum kröfum Eflingar. Með því færu viðræður við aðra aðila í uppnám enda myndi bilið milli háskólamenntaðra og ófaglærðra starfsmanna minnka umtalsvert. Í raun yrði enginn munur á launum þeirra hópa. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ sagði Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42