Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Byggðasamlag Vestfjarða braut með margvíslegum hætti á réttindum fatlaðs drengs þegar Ísafjarðarbær vísaði honum úr skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Þá neitaði Menntaskólinn á Ísafirði honum um skólavist tveimur dögum áður en hann átti að byrja. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við foreldra drengsins, sem segjast ekki fá neinar haldbærar skýringar.

Í fréttatímanum förum við líka yfir áhrif ótímabundins verkfalls Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem hófst í nótt og ræðum við lögmann transpiltsins Maní, sem til stóð að vísa úr landi í nótt. Maní var lagður inn á Barna-og unglingageðdeild í gær og ríkir óvissa um framhaldið.

Loks heimsækjum við Ljósafossvirkjun í fréttatímanum. Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að virkjuninni fyrir 84 árum, en hún gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×