Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Hér fagna þeir marki Bernard á móti Crystal Palace. Getty/Alex Livesey Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira