Vonast til að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta óprúttna strætófarþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“ Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58
Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent