Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Fundi Eflingar og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag var slitið án samnings. Ekki hefur verið boðað til annars fundar og ótímabundið verkfall heldur áfram. Við förum yfir stöðuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og ræðum við fulltrúa deiluaðila í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við eftirlitsmann Matvælastofnunar vegna dráps á sjötta hundruð tonna af eldislax í kvíum nærri Bíldudal vegna óveðursins í janúar.

Loks kynnum við okkur innihald nýrrar skýrslu sem segir Íslendingar standa sig einna verst þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar, þegar horft er til losunar á gróoðurhúsalofttegundum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×