Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:00 Hægt er að framleiða metan úr lífrænum úrgangi sem fellur til. vísir/vilhelm „Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“ Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
„Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“
Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira