Innlent

Talsvert um ölvunarakstur í nótt

Andri Eysteinsson skrifar
Ölvunarakstur var viðfangsefni fjölda lögreglumanna á vakt í nótt.
Ölvunarakstur var viðfangsefni fjölda lögreglumanna á vakt í nótt. Vísir/Vilhelm

Talsvert af málum er sneru að akstri bíla undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Voru hið minnsta sjö bílar stöðvaðir vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur, hafði þá verið ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Var ökumaðurinn handtekinn á vettvangi grunaður um ölvunarakstur.

Þá var einn ökumaður stöðvaður í Kópavogi í nótt eftir að hafa ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi, var sá einnig grunaður um akstur undir áhrifum.

Einn var handtekinn í annarlegu ástandi í Kópavogi í gærkvöld, grunaður um eignaspjöll í Hafnarfirði. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Í Mosfellsbæ var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum, reyndist bifreið hans ótryggð og voru skráningarnúmer bifreiðarinnar klippt af ökutækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×